Viðgerða-námskeið.

Næstu námskeið:

Næstu námskeið:  Fylgdu okkur á Icebike Hjólum Heima á facebook til að fá upplýsingar um næstu námskeið!

Ekki hika við að hafa samband við okkur á info@icebikeadventures.com eða í síma 625 0200 ef það er eitthvða óljóst eða þú hefur einhverjar spurningar um námskeiðið.

 

Grunnámskeið:  Lærðu að setja upp og stilla hjólið rétt og að bjarga þér ef eitthvað bilar upp á fjalli. Farið í grunnatriði svo sem að smyrja,þrífa, skipta um og setja saman keðju. Stilla gíra og skipta um gírvír. Stilla bremsur og skipta um bremsuklossa. Skipta um slöngur og dekk. Losa og stilla stýri, stamma og hnakk. Einnig farið í ýmsar aðferðir til að bjarga sér á fjöllum.

Bráðskemmtilegt og gagnlegt námskeið fyrir alla sem hjóla á fjallahjólum.

Framhaldsnámskeið: Kafað dýpra:  Olíuskipti á framgaffli, skipta um og stilla bottom bracket/sveifalegusett, skipta um og stilla headset, skipta um kasettu, herða upp og rétta skakka gjörð. Blæða bremsur og breyta hjóli í tubeless.

 

Námskeiðin taka tæpar 4 klst með stuttu hléi. Það er ekki nauðsynlegt að hafa farið á grunnnámskeið til að taka framhald en þá er gert ráð fyrir að þátttakendur kunni skil á einfaldari viðgerðum. Það þarf ekki að koma með hjól eða verkfæri með sér.

Litlir hópar & sóttvarnareglum að sjálfsögðu fylgt.

Close

Bókaðu viðgerðanámskeið