Jól 2020Námskeið: Lærðu að gera við og stilla fjallahjólið þitt

kr.11.500

Hjólaviðgerðanámskeið í vetur. Lærðu betur að stilla og gera við fjallahjólið þitt.

Lærðu að stilla hjólið rétt og að bjarga þér ef eitthvað bilar upp á fjalli. Á grunn-námskeiði er farið í grunnatriði svo sem smyrja,þrífa og skipta um keðju. Stilla gíra og skipta um gírvír. Stilla bremsur og skipta um bremsuklossa. Skipta um slöngur og dekk. Losa og stilla stýri, stamma og hnakk. Einnig farið í ýmsar aðferðir til að bjarga sér á fjöllum.

Bráðskemmtilegt og gagnlegt námskeið fyrir alla sem hjóla á fjallahjólum.

Námskeiðin verða haldin í janúar og febrúar, eigandi gjafabréfs velur sér tíma sem hentar. Námskeiðið tekur 4 klst og fer venjulega fram frá 18-22.

Description

Hvaða verkfæri áttu að hafa í bakpokanum og hvernig notarðu þau?  Það er mikilvægt öryggisatriði að kunna að stilla hjólið sitt rétt og að geta bjargað sér á fjöllum. Lærðu meira um hjólið þitt! 

    Close

    Námskeið: Lærðu að gera við og stilla fjallahjólið þitt