Jól 2020Prófaðu raf-fjallahjól. Gaman upp og gaman niður!

kr.9.500

Gaman upp og gaman niður!

Prófaðu alvöru fulldempað raf-fjallahjól. Með eða án leiðsagnar, þú ræður! 2-3ja tíma hjólaferð um holt og hæðir er kjörin leið til að prófa fulldempað rafmagnsfjallahjól. Hjólin henta fólki á öllum aldri sem hefur gaman af útiveru og hreyfingu.

Rafmagnsfjallahjól bjóða algjörlega nýja möguleika í fjallahjólreiðum. Mótorinn aðstoðar upp erfiðustu brekkurnar og þú tekur passlega mikið á því.  Hjólin eru kjörin fyrir bæði vana hjólara sem langar að komast lengra í hverjum hjólatúr – og þá sem hafa enga reynslu en langar að prófa. Bæði atvinnuhjólarar og byrjendur hrósa rafmagnsfjallahjólum í hástert og það alveg ljóst að þessi hjól eru komin til að vera.

Frábært tækifæri til að kynnast nýju sporti og fullkomið fyrir þá sem langar að prófa eitthvað nýtt og skemmtilegt. 

 

Description

Handhafi gjafabréfs velur sér ferð með eða án leiðsagnar, krefjandi eða auðveldar leiðir um Fellin í Mosó eða Hólmsheiði. Við mælum með því að gefa sér 2-3 klst í ferðina.

Gott að vita:  Ferðin byrjar og endar í Mosfellsbæ. Klæðið ykkur eftir veðri!

Á sumrin mælum við með skjólgóðri utanyfirflík og í öllu falli: aldrei gallabuxur.   

Á veturna: vetrar-hjólaföt, eða föðurland, skjólgóðir vettlingar, hlýjir sokkar, buff undir hjálm og skjólgóð utanyfirflík. Jafnvel bakpoki með vatni, orkustykki og auka peysu.

    Close

    Prófaðu raf-fjallahjól. Gaman upp og gaman niður!