Gaman upp gaman niður
- Information
- Gallery
- Reviews
- Additional Info
What's included
- Leiga á hjálmi
- Leiga á SCOTT E-ride Fulldempuðu rafmagns fjallahjóli
Komdu út að hjóla!
Rafmagnsfjallahjól bjóða algjörlega nýja möguleika í fjallahjólreiðum. Mótorinn aðstoðar upp erfiðustu brekkurnar og þú tekur passlega mikið á því. Hjólin eru kjörin fyrir bæði vana hjólara sem langar að komast lengra í hverjum hjólatúr – og þá sem hafa enga reynslu en langar að prófa.
Frábært tækifæri til að kynnast nýju sporti og fullkomið fyrir þá sem langar að prófa „eitthvað skemmtilegt“.
Bæði atvinnuhjólarar og byrjendur hrósa rafmagnsfjallahjólum í hástert og það alveg ljóst að þessi hjól eru komin til að vera. Þú færð hjól og ráðgjöf með leiðarval hjá okkur. Auðveldari leiðir um Hólmsheiði eða meira krefjandi leið á fellin í Mosfellbæ, þú velur leiðina og hjólar á þínum hraða.
Ferðin byrjar og endar hjá Icebike á Dælustöðvarvegi 8 í Mosfellsbæ.
*Klæddu þig vel – sjá ráðleggingar hér að ofan. Ef þú átt ekki hjólaföt: klæddu þig eins og þú værir að fara í létta fjallgöngu.
**Hjólin henta þeim sem eru frá 1.55-2.00 m á hæð og að 107 kg að þyngd**
Ertu með hóp, eða finnur þú ekki dagsetningu sem hentar? Sendu okkur línu á info@icebikeadventures.com




There are no comments yet.