Falleg fjölbreytt dag/kvöld ferð fyrir vana hjólara
- Information
- Gallery
- Reviews
- Additional Info
What's included
- Leiga á hjálmi
- Leiga á SCOTT E-ride Fulldempuðu rafmagns fjallahjóli
Skill and Fitness level:
Komdu út að hjóla!
Langar þig til að prófa raf-fjallahjól „almennilega“ á slóðum/vegum og á fjöllum? Nú gefst þér tækifæri á að finn kosti hjólana við fjölbreyttar aðstæður. Við hönnuðum þessa ferð til að þú fáir að kynnast hjólunum við sem fjölbreyttastar aðstæður, Rafmagnsfjallahjól bjóða algjörlega nýja möguleika í fjallahjólreiðum. Mótorinn aðstoðar upp erfiðustu brekkurnar og þú ræður hversu sveitt(ur) þú vilt vera eftir ferðina. Hjólin eru kjörin fyrir þá sem langar að komast lengra í hverjum hjólatúr. Bæði atvinnuhjólarar og byrjendur hrósa rafmagnsfjallahjólum í hástert og það alveg ljóst að þessi hjól eru komin til að vera. Komdu og prófaðu! Við hittumst í Mosfellsbæ og okkur er skutlað að rótum Skálafells. Við hjólum um fell og dali aftur tilbaka í Mosfellsbæ, um 20km á stígum og vegum.
Viltu kennslu eða leiðsögn? Sendu okkur línu á asta@icebikeadventures.com

There are no comments yet.