Hvað gerir þú ef hjólið þitt bilar upp á fjalli?
Lærðu að gera við fjallahjólið þitt
- Information
- Gallery
- Reviews
What's included
Tvö námskeið: Grunnur og framhald.
Hjólaviðgerðanámskeið í vetur. Lærðu betur að stilla og gera við fjallahjólið þitt.
Næstu námskeið:
Grunnnámskeið, eitt kvöld:
Mánudag 19.apríl kl 18.30 – 22
Miðvikudag 21.apríl kl 18.30 -22
Grunnámskeið: Lærðu að setja upp og stilla hjólið rétt og að bjarga þér ef eitthvað bilar upp á fjalli. Farið í grunnatriði svo sem að smyrja,þrífa, skipta um og setja saman keðju. Stilla gíra og skipta um gírvír. Stilla bremsur og skipta um bremsuklossa. Skipta um slöngur og dekk. Losa og stilla stýri, stamma og hnakk. Einnig farið í ýmsar aðferðir til að bjarga sér á fjöllum.
Bráðskemmtilegt og gagnlegt námskeið fyrir alla sem hjóla á fjallahjólum.
Skráðu þig hér
Framhaldsnámskeið: Kafað dýpra: Olíuskipti á framgaffli, skipta um og stilla bottom bracket/sveifalegusett, skipta um og stilla headset, skipta um kasettu, herða upp og rétta skakka gjörð. Blæða bremsur og breyta hjóli í tubeless.
Næsta námskeið þriðjudag 19.apríl kl 18.30 – 22 Skráðu þig hér
Námskeiðin er haldið í Ölpunum, Skeifunni 12 og taka tæpar 4 klst með stuttu hléi. Það er ekki nauðsynlegt að hafa farið á grunnnámskeið til að taka framhald en þá er gert ráð fyrir að þátttakendur kunni skil á einfaldari viðgerðum.
Litlir hópar & sóttvarnareglum að sjálfsögðu fylgt.
There are no comments yet.