Þú hjólar - við sjáum um þyrluna og leiðarval. Veldu eina eða tvær ferðir.
Þyrluhjóladagur Icebike & Norðurflugs 25. júní 2020
- Information
- Location
- Gallery
- Reviews
What's included
Skill and Fitness level:
Hengill er án efa flottasta fjallahjólasvæðið á suðvestur horninu.
Fyrirkomulag dagsins:
Þú mætir á ION Adventure og hittir leiðsögumenn Icebike sem sjá um að festa hjólið þitt á þyrluna. Norðurflug flýgur þér upp á topp þar sem annar leiðsögumaður sér um að taka hjólin af, og vísar þér á réttu leiðirnar niður.
Fyrir þá sem velja tvær ferðir er lent í Hengli og tekið af stað aftur þaðan. Allir enda á ION Adventure hotel á Nesjavöllum. ION býður svöngum hjólurum tilboð á hamborgara og bjór á 2990 kr. ION er einnig með tilboð á gistingu, nánari upplýsingar: https://ionadventure.ioniceland.is/
Verð:
Ein ferð 16.900. /. Tvær ferðir 27.900
Tími: Við stefnum á að byrja um kl 16:00 og fljúga / hjóla fram á kvöld. Tryggðu þér sæti tímanlega til að missa ekki af þessu einstaka tækifæri til að prófa þyrluhjólaferð og hitta aðra fjallahjólara.



Fyrirkomulag – Ein og tvær ferðir

There are no comments yet.