Þyrluhjóladagur Icebike Adventures og Norðurflugs. Hér gefst einstakt tækifæri til að fá súperskemmtilegt flug með hjólið þitt upp í fjöllin og hjóla niður eina af leiðunum sem Icebike Adventures hefur unnið að síðustu ár.
Það er ógleymanlegt að sjá leiðina úr lofti, og renna svo niður.
Dagurinn verður helgaður fjallahjólreiðum, tilboð á kaffihúsinu og gaman að hitta aðra hjólara.